Um Vegvísinn

Um Vegvísi

Vegvísir er íslenskur galdrastafur ætlaður til að varna því að röng leið sé valin á ferðalagi. Sá sem hefur vegvísinn meðferðis mun ekki villast í roki eða vonskuveðri þrátt fyrir að hann ferðist um ókunnar slóðir. Vegvísinn má ekki einungis nýta til að rata rétta leið í vonskuveðri heldur einnig til að vísa veginn þangað sem hugurinn stefnir. Vegvísirinn getur komið í veg fyrir að utanaðkomandi áhrifaþættir villi um fyrir fólki og hindri það í að taka rétta stefnu í lífinu til að ná markmiði sínu.

Þannig eru áætlanir innviðaráðuneytisins vegvísar. Þær vísa veginn; með skýrum markmiðum, mælikvörðum og útfærðum, tímasettum og kostnaðarmetnum aðgerðum í öllum málaflokkum ráðuneytisins.

Þrjár af áætlunum ráðuneytisins; samgönguáætlun, byggðaáætlun og fjarskiptaáætlun eru hér settar fram á stafrænu formi með meiri og aðgengilegri upplýsingum en áður. Þær eru jafnframt aðgengilegar í þingskjölum eins og tíðkast hefur um langt skeið (sjá stefnuvef innviðaráðuneytisins). Sé misræmi milli þeirra upplýsinga sem hér eru settar fram og á þingskjölum gilda þingskjölin. Nánar má fræðast um virkni og notkunarmöguleika Vegvísisins á undirsíðunni Spurt og svarað.

Vegvísir er unnin í samstarfi innviðaráðuneytis og stofnana þess: Byggðastofnun, Rannsóknarnefnd samgönguslysa, Samgöngustofa, Vegagerðin og Þjóðskrá Íslands. Eins veitir Isavia upplýsingar um stöðu verkefna á flugvöllum.

byggdastofnun_appelsinugult.png            isavia-(1).png            rnsa-stort.jpg          Samgongustofa_logo.-cmyk-300.jpg

 Þjóðskrá_logo_ikon_transp_anramma.png              VEG_Logo-icon_yellow_rgb.png            irn_logo.png

Ábendingar og athugasemdir berist á netfangið irn@irn.is.